Gervigreindarlaesi og samhengishönnun (e. context engineering)
tryggvibt
15 views
14 slides
Sep 08, 2025
Slide 1 of 14
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
About This Presentation
Glærur fyrir SNU505M H2025
Size: 115.12 KB
Language: none
Added: Sep 08, 2025
Slides: 14 pages
Slide Content
Gervigreindarlæsi: Inngangur Tryggvi Thayer SNU505M 26. Ágúst 2025
Hvað er gervigreind? Gervigreind er vél- eða hugbúnaður sem getur aflað, greint eða unnið úr gögnum, og sem við treystum til að taka ákvarðanir og aðhafast fyrir okkar hönd á grundvelli þeirra gagna. Birtist okkar á ýmsan hátt: Spunagreind (t.d. ChatGPT, CoPilot, Gemini, Claude…) Leitarvélar (t.d. röðun á niðurstöðum eftir Google leit) Tölvupóstur (t.d. ruslpóstasíur) Samfélagsmiðlar (t.d. birting færslna, auglýsingar, efnistillögur…)
Hvað er gervigreindarlæsi? Hæfni til að : skilja hvernig gervigreind virkar , meta áreiðanleika og notagildi afurða hennar , nota á ábyrgan og gagnrýninn hátt
Lykilþættir gervigreindarlæsis: samantekt Þrír lykilþættir: Vita hvað gervigreind er og hvernig hún virkar (möguleikar/takmörk). Geta nýtt gervigreind til að vinna tiltekin verkefni (verklegt/gagnrýnið/skapandi). Gera grein fyrir siðferðilegum álitamálum (ábyrgð/gagnsæi/sanngirni). Er raunverulega um nýtt “læsi” að ræða? Eða er þetta bara nútímalega upplýsinga-/tæknilæsið?
„Ofskynjanir" gervigreindar Gervigreind getur framreitt rangar upplýsingar á mjög sannfærandi hátt. Smávægilegar villur í samtölum magnast upp og verða lykilþættir í heildarsamhenginu. Mikilvægt að notendur tileinki sér vönduð vinnubrögð og hæfni til að greina og staðfesta afurðir gervigreindar.
Viðmótið: spjallmennið
Greining nokkurra samtala við gervigreind 3 samtöl sem enduðu öll með ofskynjun: Tryggvi Thayer var í hljómsveitinni “Death in the Air”. Frikki Dór á bróðir sem heitir Jóhann Jóhannssón, kallaður JóiPé. Vinsælasta og dáðasta lag Megasar er “Ég er á leið til Japan”, sem var afrakstur áralangs samstarfs við hljómsveitina Spilverk Þjóðanna. ChatGPT aðstoðaði við greiningu samtalana: Hvað er líkt með samtölunum? Hvað er ólíkt? Hvað leiðir gervigreindina til að ofskynja í þessum samtölum?
Líkt með samtölunum Óleiðrétt ímynduð/ofskynjuð forsenda vindur upp á sig. Smáatriði bætt við fullyrðingar til að auka trúverðugleika (reynir að réttlæta ímyndun/ofskynjun). Flækjustig eykst með þróun samtals og þörf fyrir ítarlegri upplýsingar. Upplýsingaskortur ekki viðurkenndur. Framsetning upplýsinga til að auka trúverðugleika. Líkt: Öll samtölin innihalda rangfærslur sem byggjast á einni upphafsvillu, þar sem ChatGPT skáldar smáatriði og tengingar til að gera svörin trúverðug.
Ólíkt með samtölunum Eðli upphafsspurningar og efnistök. Ímyndun/ofskynjun sprettur fram á ólíkan hátt. Umfang ímyndunar/ofskynjunar. Hlutfall réttra vs. ímyndaðra upplýsinga. Hlutverk notanda. Ólíkt: Breytilegt eðli og umfang rangfærslna eftir því hversu mikið af áreiðanlegum upplýsingum er til staðar. Fyrsta samtalið er einfalt og meira ímyndað, annað er flóknara með rangar tengingar, þriðja felur í sér mestu ofskynjun þar sem réttar og rangar upplýsingar eru í bland.
Hvernig spunagreind/skapandi gervigreind “hugsar”
Samhengisramminn Rýmið sem afmarkar þekkingu, hugmyndir og gögn sem er byggt á í samtali/samstarfi við gervigreind Þekking, gögn, samhengi Gagnrýni, viðhald rammans Svör, hugmyndir, útfærslur Gervigreindin Notandinn
Samhengishönnun ( e. context engineering (Schmid, 2025) )